37. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 4. mars 2024 kl. 09:15


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:15
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:15
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:15
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:45
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:15

Ágúst Bjarni Garðarson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) 35. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Harðardóttur, Halldór Inga Pálsson og Jens Þór Svansson frá Skattinum og Atla Þór Fanndal frá Transparency International.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Söndru Brá Jóhannsdóttur og Kristófer Má Maronsson frá Úrvinnslusjóði.

4) Könnun á kosningu varaþingmanns og kjörgengi Kl. 10:07
Nefndin kannaði tilkynningu landskjörstjórnar um kosningu og kjörgengi Katrínar Sigríðar J. Steingrímsdóttur sem hlaut kosningu sem 2. varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, í alþingiskosningunum 25. september 2021. Tilkynningin var gefin út í samræmi við 113. gr. kosningalaga, nr. 112/2021. Ekki voru gerðar athugasemdir við tilkynninguna og var nefndin einhuga um að mæla með staðfestingu kosningar Katrínar Sigríðar J. Steingrímsdóttur.

5) Önnur mál Kl. 10:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18